Versta útkoma sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærstur í Reykjanesbæ. Flokkurinn tapar samt miklu fylgi og hefur aldrei fengið verri kosningu í Reykjanesbæ. Flokkurinn fékk nú 23 prósent, dróst saman um 13,6 prósent í fylgi og er manni færri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur núna þrjá menn í bæjarstjórin, Samfylkingin þrjá, Framsókn tvo og Miðflokkurinn einn

Meirihlutinn féll í Reykjanesbæ í kosningum gærdagsins. Meirihlutann skipuðu Samfylkingin, Bein leið og Frjálst afl.

Þó bætti Samfylkingin við sig manni og fékk 3 fulltrúa. Bein leið og Frjálst afl fengu hins vegar minna, einn fulltrúa hvort en voru með tvo áður hvort um sig.

Samfylkingin hlaut 20,5 prósent. Framsókn nærri 14 prósent og jók fylgið um tæp  6 prósent og bættu við manni. Bein leið fékk 13,5 prósent, Miðflokkurinn 13 prósent og Frjálst afl 8,3 prósent.

Þá fengu Píratar fengu 6 prósenta fylgi og Vinstri græn um 2 prósent en hvorugt framboðanna náði manni kjörnum.  

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar verður svona:

Sjálfstæðisflokkurinn:

Margrét A. Sanders, Baldur Þórir Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Samfylkingin:

Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted.

Framsóknarflokkur:

Jóhann Friðrik Friðriksson og Díana Hilmarsdóttir.

Bein leið:

Guðbrandur Einarsson.

Miðflokkur:

Margrét Þórarinsdóttir.  

Frjálst afl:

Gunnar Þórarinsson.