Velja útlönd frekar en ísland í sumarfríinu

Íslendingar segjast í auknum mæli ætla að ferðast til útlanda í sumarfríinu á kostnað ferðalaga innanlands. Síðan í júní 2011 hafa ekki fleiri sagst ætla til útlanda í sumarfríinu.  Af þeim sem tóku afstöðu sögðust tæp 50 prósent ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu og þar af sögðust 14,4 prósent eingöngu ætla að ferðast utanlands. Til samanburðar sögðust rúmklega 35 prósent ætla að ferðast utanlands árið 2013 og þar af sögðust 7 prósent það árið eingöngu ætla til útlanda. Þetta sýnir nýleg könnun MMR á ferðahögum Íslendinga í sumarfríinu

Færri ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu en síðustu ár. Íbúar höfuðborgarsvæðisins líklegri til að ferðast innanlands en íbúar landsbyggðarinnar. Stuðningsfólk Bjartrar framtíðar líklegast til að ferðast innanlands í sumarfríinu en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins ólíklegast. Könnunin var framkvæmd 15. til 22. Júlí. heildarfjöldi svarenda voru 906 manns.                                      

Munur er á ferðahögum eftir búsetu og stjórnmálaskoðunum. Höfuðborgarbúar eru líklegri til að ferðast innanlands en þeir sem búa á landsbyggðinni.  Þeir sem studdu Bjarta framtíð eru líklegastir til að segjast ætla að ferðast innanlands í sumar en þeir sem studdu Sjálfstæðisflokkinn eru ólíklegastir.