Veitingastaðurinn þrír frakkar lækkaði verðið um 30%

Í byrjun mars ákvað Stefán Úlfarsson að lækka verðið á öllu á matseðlinum á veitingastaðnum Þrír frakkar, sem hann rekur, um 30%. Þetta átti í upphafi að gilda í eina viku en viðbrögðin voru svo góð að hann framlengdi tilboðið út mánuðinn. Hann segir að gestunum hafi fjölgað um 30% og að kenning Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, hafi sannað sig.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram kom í fjölmiðlum hélt Þórarinn ræðu á ráðstefnu Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands í síðustu viku þar sem hann gagnrýni verðlagningu sumra veitingastaða harkalega. Hann sagði hana oft yfirgenglega og að þetta hafi orðið til þess að Íslendingar séu hættir að fara út að borða.

Morgunblaðið hefur eftir Stefáni að erindi Þórarins hafi verið mjög forvitnilegt og margt til í því sem hann sagði en hann sagðist þó telja að orðum Þórarins hafi að mestu verið beint að skyndibitastöðum.

„Í raun er hans kenning búin að sanna sig þannig. Veltutölurnar eru þær sömu en það eru fleiri kúnnar.”

https://www.dv.is/frettir/2019/03/19/veitingastadurinn-thrir-frakkar-laekkadi-verdid-um-30-gestunum-fjolgadi-um-30-kenning-thorarins-ikea-hefur-sannad-sig/

Sagði Stefán og bætti við að veltutölurnar væru þær sömu en viðskiptavinirnir fleiri.