Valitor dæmt til að greiða um 1200 milljónir í skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt kortafyrirtækið Valitor til þess að greiða rúmlega 1200 milljónir króna í skaðabætur vegna lokunar fyrirtækisins fyrir greiðslugáttir hjá fyrirtækjunum Sunshine Press Productions og Data Cell. Var það ætlun Sunshine Press Productions að setja á stað söfnun fyrir Wikileaks, en fyrirtækið er dótturfélag Wikileaks.

Í samtali við RÚV sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna tveggja að það væri jákvætt að dómurinn skuli hafa metið þetta bótaskylt en „það sem er verra er að þarna ýtt til hliðar mati tveggja dómkvaddra matsmanna. Þetta eru því lægri skaðabætur en við höfðum búist við.“

Samkvæmt dómkvöddum matsmönnum var tjónið metið á um 3,2 milljarða króna og er því um umtalsverðan mun að ræða á matinu og dómsniðurstöðunni. Hvorki Valitor né Sveinn Andri Sveinsson hafa gefið það upp hvort dómnum verði áfrýjað til Landsréttar.