„vá hvað þú ert fín!“

Það er greinilegt að heimilislegri bragur er á okkar mönnum á HM en öðrum liðum, sem sýnir einnig hvers lags samstaða og samheldni er í liðinu sem íslenska þjóðin finnur sjálf sterkt fyrir. Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður Rúv er ytra á HM og ræðir við leikmenn og liðsteymi okkar. Vitnisburður hennar segir meira en mörg orð um okkar menn. Hún skrifa á facebook síðuna sína:

„Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu á HM, fögnuðu með þeim Íslendingum sem gerðu sér ferð til Moskvu og komu svo beina leið í viðtöl. Til mín í gula vestinu. Það fyrsta sem Heimir sagði þegar hann gekk út af vellinum eftir þetta magnaða afrek var: „Vá hvað þú ert fín!“. Erlendir fjölmiðlamenn stóðu gapandi. Þeir höfðu aldrei hitt jafn almennilega og vinalega leikmenn sem tóku sér tíma til að svara öllum með bros á vör meðan aðrir strunsuðu framhjá, hver í sitt horn. Þetta lið er algjörlega einstakt, hvernig sem á það er litið og liðsheild er ekki bara eitthvað orð heldur nákvæmlega það sem kristallast í þessum hópi