Súrefni: úrtöluraddir eiga ekki rétt á sér

Í þættinum Súrefni í dag ræðir Linda Blöndal við Ara Trausta Guðmundsson jarðvísindafræðingu sem þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Ari Trausti sem situr á Alþingi fyrir Vinstri græna hefur í tugi ára fjallað um náttúru Íslands bæði í skrifum í sjónvarpi. Hann tekur fyrir að úrtöluraddir eigi rétt á sér þegar kemur að því að ná þeim markmiðum sem Ísland hefur sett sér í loftslagsmálum.

 Við heimsækjum einnig Barnaloppuna í Skeifunni þar sem endurnýting á barnafötum og ýmsum barnavörum fer fram og vinnur þannig gegn sóun. Hugmyndin er dönsk.

Einnig heyrum við stuttlega af nýjum fréttum um að losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda hér jókst um rúm tvö prósent 2016 og 2017. Rætt er við Elvu Rakel Jónsdóttur sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun.

Súrefni er á dagskrá Kl.20 í kvöld - líkt og öll miðvikudagskvöld.