Umræðan um dísilbíla á villigötum

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að umræðan um að banna dísilbíla sé á villigötum. Dísilbíll í dag sé ekki sá sami og dísilbíll fyrir tíu eða fimmtán árum. Með stórstígum framförum í vélartækni og auknum kröfum um hámark sótmengunar séu nýir dísilbílar nánast alveg lausir við sótmengun. Egill segir að lausnin sé að auka innflutning á nýjustu dækni dísilbíla og losa um leið á móti gamlan, úreltan, sótmengandi dísilbíl á móti hverjum nýjum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í afar fróðlegu viðtali við Egil í þættinum Viðskipti með Jóni G. sem verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21:30.