Um 4300 börn ávísað ofvirknislyfjum árið 2018 - gífurleg aukning á undanförnum árum

Um 4300 börn var ávísað ofvirknislyfjum árið 2018. Þar af voru 3000 drengir. Er þetta gífurleg aukning frá árinu 2003 en þá fengu um 1600 börn ávísað ofvirknislyf. Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir að biðlistar séu allt of langir, en um 350 börn eru á biðlista eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu sér um greiningar. Heilsugæslan sér einnig um greiningar á börnum af landsbyggðinni.
 
Í samtali við RÚV segir Elín að ADHD greining sé ekki stimpill. „Börn eru ekki sett á lyf nema að þau hafi greiningu. Sko, greining er ekki stimpill. Greining er frekar útskýring á ástandinu. Og það léttir mörgum foreldrum við það að barnið fái greiningu því þá hafa þau útskýringu á því hvað hefur verið að.“