Alls 240 skattabreytingar

Síðastliðin ár hafa stjórnvöld hugað í auknum mæli að skattalækkunum. Þannig hafa þau undið að hluta til ofan af óhagfelldri þróun skattakerfisins á árunum eftir bankakrakkið 2008. 

Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þessari braut. Þannig skapast sterkar forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum á komandi árum.  Um áramótin tóku gildi tuttgu og sjö skattabreytingar. Þar af voru skattahækkanir átján talsins og skattalækkarnir níu talsins. 

Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar tvöhundruð og fjörutíu skattabreytingar. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ár. Nánar www.vi.is