Tveir úr leik?

Björn Valur segir tvo þingmenn VG vera mótfallna því að hreyfingin fari í viðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 

Björn Valur dregur þá ályktun að knúin var fram atkvæðagreiðsla í þingflokknum um málið.

Það virðist gert skrifar Björn Valur til þess eins að opinbera ágreining innan þingflokks VG um tillögu formannsa VG Katrínar Jakobsdóttur.

Björn Valur skrifar að ekki er annað hægt að skilja en að þessir tveir þingmenn VG þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson segi sig frá hópnum í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. 

Og ekki síður ef til stjórnarsamstarfs kemur.

Björn Valur segir þetta undirstrika vel hversu mikilvægt það er fyrir ríkisstjórn að vera með rúman og traustan meirihluta.  Sér í lagi þegar um fjölflokkastjórna er að ræða.

 

 

Nánar á www.bvg.is

 

[email protected]