Trump um comey: lygari, lekari, slímbolti

Donald Trump kallar James Comey, FBI forstjórann sem hann rak í fyrra, öllum illum nöfnum á Twitter í dag.

Forsetinn er að svara því sem birst hefur úr væntanlegri bók Comeys, sem kemur út í næstu viku og brotum úr viðtali við Comey, sem sýnt verður á ABC sjónvarpsstöðinni á sunnudag. Þar fær forsetinn vægast sagt afar kaldar kveðjur frá Comey.

Meðal þess sem Comey tiltekur er sérstök viðkvæmni forsetans fyrir umfjöllun um það atriði í frægri skýrslu Christoper Steeles sem snýr að samskiptum hans við vændiskonur á rússnesku hótelherbergi, og sem segir í skýrslunni að sé til á myndbandi. Comey segir í bókinni og viðtalinu á ABC að Trump hafi beðið sig sérstaklega að rannsaka staðhæfingar í skýrslunni um þetta atriði og afsanna það.

Comey segir í ABC viðtalinu á sunnudaginn: „Ég bjóst aldrei við því í sannleika sagt að þessi orð kæmu úr mínum munni, en ég veit ekki hvort nóverandi forseti bandaríkjanna var með vændiskonum sem pissuðu á hvor aðra í Moskvu árið 2013. Það er hugsanlegt, en ég veit það ekki.“

Trump duga ekki minna en tvær Twitterfærslur í dag til að svara Comey. Hann kallar hann meðal annars: „veiklyndan og ósannsögulann slímbolta\" og segir að sér hafi verið mikill heiður að því að reka FBI forstjórann fyrrverandi.

James Comey is a proven LEAKER & LIAR. Virtually everyone in Washington thought he should be fired for the terrible job he did-until he was, in fact, fired. He leaked CLASSIFIED information, for which he should be prosecuted. He lied to Congress under OATH. He is a weak and.....

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2018

....untruthful slime ball who was, as time has proven, a terrible Director of the FBI. His handling of the Crooked Hillary Clinton case, and the events surrounding it, will go down as one of the worst “botch jobs” of history. It was my great honor to fire James Comey!

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2018