Trump um Comey: Lygari, lekari, slímbolti

Forsetinn trylltur yfir yfirlýsingum Comeys

Trump um Comey: Lygari, lekari, slímbolti

Donald Trump kallar James Comey, FBI forstjórann sem hann rak í fyrra, öllum illum nöfnum á Twitter í dag.

Forsetinn er að svara því sem birst hefur úr væntanlegri bók Comeys, sem kemur út í næstu viku og brotum úr viðtali við Comey, sem sýnt verður á ABC sjónvarpsstöðinni á sunnudag. Þar fær forsetinn vægast sagt afar kaldar kveðjur frá Comey.

Meðal þess sem Comey tiltekur er sérstök viðkvæmni forsetans fyrir umfjöllun um það atriði í frægri skýrslu Christoper Steeles sem snýr að samskiptum hans við vændiskonur á rússnesku hótelherbergi, og sem segir í skýrslunni að sé til á myndbandi. Comey segir í bókinni og viðtalinu á ABC að Trump hafi beðið sig sérstaklega að rannsaka staðhæfingar í skýrslunni um þetta atriði og afsanna það.

Comey segir í ABC viðtalinu á sunnudaginn: „Ég bjóst aldrei við því í sannleika sagt að þessi orð kæmu úr mínum munni, en ég veit ekki hvort nóverandi forseti bandaríkjanna var með vændiskonum sem pissuðu á hvor aðra í Moskvu árið 2013. Það er hugsanlegt, en ég veit það ekki.“

Trump duga ekki minna en tvær Twitterfærslur í dag til að svara Comey. Hann kallar hann meðal annars: „veiklyndan og ósannsögulann slímbolta" og segir að sér hafi verið mikill heiður að því að reka FBI forstjórann fyrrverandi.

Nýjast