Tókst þú eftir pínlegum mistökum katrínar á austurvelli? sjáðu myndbandið

Á Eyjunni er greint frá mistökum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún flutti ræðu á Austurvelli í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands og 75 ára afmæli lýðveldisins. Katrín tók dæmi um þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað á Íslandi frá stofnun lýðveldisins og tók dæmi um Siggu og Jón sem hefðu fagnað sjálfstæðinu fyrir 75 árum. Katrín sagði:

Víst er það að ef Sigga og Jón fyrri tíma tækju sér ferð með tímavél beint frá árinu 1944 til ársins 2019 þætti þeim ótrúlega margt breytt. Í ræðunni var þó ein villa, nokkuð pínleg þegar Katrín hélt áfram:

„Víst er það svo, að Sigga og Jón, sem voru hér á Austurvelli árið 1945, nei 1944…“

Á vef DV segir að mistökin hafi orðið til þess að sumir gestir hafi brosað á meðan aðrir hafi hnussað. Á vef DV segir að öllum geti orðið á mistök.

„Það er hinsvegar svolítið pínlegt að forsætisráðherra telji lýðveldið ári yngra en það er, ekki síst á sjálfan þjóðhátíðardaginn, fyrir framan forseta Íslands og tvo fyrrverandi forseta lýðveldisins og ríkisstjórn sína.“

Katrín er þó ekki eini forsætisráðherrann sem hefur gert mistök í ræðu á Austurvelli. Árið 2010 sagði Jóhanna Sigurðardóttir í sinni ræðu að Hrafnseyri væri við Dýrafjörð en hið réttar er að Hrafnseyri stendur við Arnarfjörð. Brot úr ræðunni má sjá hér en ræðuna í fullri lengd má sjá á vef RÚV.