Tíu þingmenn með nær allt akstursféð

Alþingi greiddi þingmönnum nær 30 milljónir fyrir akstur 2017:

Tíu þingmenn með nær allt akstursféð

Tíu alþingismenn fá níu af hverjum tíu krónum sem Alþingi endurgreiðir vegna aksturs þingmanna um landið, en undanfarna daga hafa himninháar akstursgreiðslur þingsins til Ásmundar Friðrikssonar, annars þingmanns sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vakið mikla athygli.

Það er vefmiðilinn Kjarninn sem skoðaði endurgreiðslurnar sérstaklega og birtir í dag listann yfir þá sem fá mestu endurgreiðsluna úr opinberum sjóðum landsmanna, en þær eru undanþegnar skatti og teljast til útlags kostnaðar.

Þingmennirnir tíu sem fengu hæstu end­ur­greiðslur vegna akst­urs fengu sam­tals 25,8 millj­ónir króna greiddar frá rík­inu í fyrra. Sam­tals voru greiddar 29,2 millj­ónir króna vegna árs­ins í heild. Það þýðir að tíu efstu fengu 88 pró­sent af öllum end­ur­greiðsl­u­m. 

Sá sem fékk hæstu end­ur­greiðsl­una, Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fékk 4,6 millj­ónir króna end­ur­greidd­ar. End­ur­greiddur kostn­aður Ásmundar er því tæp­lega 16 pró­sent af öllum end­ur­greiddum kostn­aði. Ásmundur er 1,6 pró­sent þing­manna. Kjarninn vekur athygli á því að akstur Ásmundar á síðasta ári jafngildir því að hann hafi ekið stanslaust í 85 vinnudaga, á kostnað landsmanna..

Þeir fjórir þing­menn sem fá hæstu end­ur­greiðsl­urnar þiggja sam­tals 14 millj­ónir króna árlega vegna þeirra. Það þýðir að þeir fá tæp­lega helm­ing allra end­ur­greiðslna vegna akst­urs.

End­ur­greiðslur til þing­manna vegna akst­urs hafa dreg­ist mikið saman und­an­farin ár eftir að þeim til­mælum var beint til lands­byggð­ar­þing­manna að nota frekar bíla­leigu­bíla og flug­leiðir til að kom­ast á milli staða. Skrif­­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­­leig­u­­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­­samn­ingi Rík­­is­­kaupa, um afslætti af gjald­­skrá bíla­­leig­u­bíla til að ná niður þessum kostn­aði enn frek­ar, segir í frétt Kjarnans.

 

Nýjast