Tíu ár frá hruninu

 
 
\"\"
Mánuði fyrir hrun. Ingibjörg Sólrún gerði sér auðvitað grein fyrir vaxandi þrengingum og í viðtalinu um ráðstafanir til að vinna bug á þeim, en sagði síðan: „Við eigum við ákveðna erfiðleika að etja í okkar efnahagsmálum, en þó má ekki tala eins og það sé kreppa í landinu. Hér er engin kreppa. Það hefur dregið úr kaupum á bílum og það hefur dregist saman á fasteignamarkaði, en það hefur ekki dregið úr veltu í verslun. Helgarblöðin eru full af atvinnuauglýsingum og nýleg könnun hjá Samtökum atvinnulífsins bendir til þess að einungis þriðjungur fyrirtækja hafi lent í erfiðleikum með að fjármagna sig.“

 

\"\"
Íslenska handboltalandsliðið hafði komið með silfur frá Bejing tveim dögum fyrr. Þetta er úr Viðskiptablaðinu.

 

\"\"
Pólitíkusar þóttu trana sér fullmikið fram þegar tekið var á móti handboltaliðinu á Arnarhóli. Þessi grein er úr 24 stundum: „Pólitíkusarnir á sviðinu lyktuðu flestir illa á bossunum eftir sumarið – fyrir utan Jóhönnu Sigurðardóttur sem stendur alltaf sína plikt. Guðlaugur Þór stóð sakbitinn og flóttalegur á sviðinu, enda grunaður um að þiggja mútur, og Björgvin G. söng með, en ætti frekar að reyna að kveða niður verðbólguna. Þorgerður Katrín rak smiðshöggið á ímyndarherferðina sem hún hefur verið í frá því Ólympíuleikarnir hófust og Þórunn Sveinbjarnardóttir reyndi í krafti Ríkissjónvarpsins að ná til vonsvikinna íbúa Húsavíkur sem langar rosalega mikið í álver á Bakka strax. Loks stóð pólitíska fuglahræðan, Hanna Birna, á sviðinu, fremst meðal jafningja og baðaði sig í athyglinni í örvæntingarfullri von um að borgarbúar myndu taka hana í sátt. Það vantaði bara að hún byrjaði að syngja „Please Forgive Me“ eftir Bryan Adams. Ímyndarherferðin á Arnarhóli var siðlaust hróp á athygli.“

 

\"\"
Kynnt var nýtt hús fyrir Árnastofnun sem átti að vera tilbúið 2011. Hugmyndinni var seinna breytt í hús íslenskra fræða, en er enn þann dag í dag ekki annað en risastórt gat.

 

\"\"
Það var farið að halla illa undan fæti í byggingariðnaði.

 

 
\"\"
Og fleiri voru að missa vinnuna. Þetta var samt bara byrjunin.

 

\"\"
Erfiðari tíð birtist í stóru sem smáu.

 

\"\"
En sumir virtust enn hafa það fínt. Björgólfsfeðgar græddu. Hvar eru þessir 36 milljarðar nú?

 

\"\"
En gróði feðganna stafaði af lækkun krónunnar sem hafði verið ærin allt þetta ár. Eins og venjulega borgar íslensk alþýða brúsann af ringluðu rugli krónunnar og ómögulegri hagstjórn.

 

Nánar á
https://stundin.is/grein/7349/