Tilraun til að vega að mennsku blaðamanns og trúverðugleika

Það að kalla blaða­mann „óvin vinn­andi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okk­ur] af hús­bónda sín­um“ og lýsa honum sem „holum mann­i“, vegna harðra skoð­ana­skrifa hans um samn­ings­kröfur stétt­ar­fé­laga, er til­raun til að vega að mennsku hans og trú­verð­ug­leika. Þetta segir Jón Trausti Reyn­is­son rit­stjóri Stund­ar­innar í stöðu­upp­færslu á face­book-­síðu sinni í dag. 

Til­efni skrifa Jóns Trausta er pist­ill Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur for­manns Efl­ingar sem hún birti á face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi. Þar sagð­ist hún finna sig knúna til að bregð­ast við leið­ara Frétta­blaðs­ins, „Stærsta ógn­in“, sem birt­ist á föstu­dag­inn var. Hörður Ægis­son, rit­stjóri Mark­að­ar­ins við­skipta­blaðs Frétta­blaðs­ins, gagn­rýnir í leið­ar­anum kröfur Starfs­greina­sam­bands Ísland og VR í kom­andi kjara­við­ræð­u­m. 

Jón Trausti segir stétt­ar­fé­lögin hafa góðan mál­stað eftir stór­tækar launa­hækk­anir ráða­manna og for­stjóra, stöðugar hús­næð­is­verð­hækk­an­ir, minnk­andi bóta­greiðslur og vegna ömur­legrar stöðu lág­tekju­fólks og þeirrar stað­reyndar að Íslend­ingar vinna að með­al­tali mun meira en helstu sam­an­burð­ar­þjóð­ir.

„Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægis­son­ar, rit­stjóra Mark­að­ar­ins, er ekk­ert sem stað­festir að hann sé „hand­bendi“ eða stýr­ist beint af ein­hverjum „hús­bónda“. Hann kann að hafa sínar skoð­anir og hans skoð­unum getum við verið ósam­mála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera bein­línis í duldum hags­muna­á­rekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður aug­ljós­lega gert margt gott og mik­il­vægt í blaða­mennsku, til dæmis afhjúpað sví­virði­legar bón­us­greiðsl­ur,“ segir hann. 

Jón Trausti bendir á að í síð­asta góð­æri hafi Íslend­ingar verið með rit­stjóra Mark­að­ar­ins sem hafði þegið hund­ruð millj­óna króna í kúlu­lánum til að kaupa í Kaup­þingi og Exista, með veði í bréf­un­um, og skrifað svo við­tal við banka­stjór­ann um ósann­gjarnar árásir á bank­ann.

 Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-10-22-tilraun-til-ad-vega-ad-mennsku-bladamanns-og-truverdugleika/