Til­­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Sam­þykkt var í borgar­stjórn rétt í þessu að fela um­hverfis- og skipu­lags­sviði að hefja fjögur verk­efni til að tryggja fram­gang borgar­línu sem há­gæða­kerfis al­mennings­sam­gangna. 

Til­lagan er Sam­fylkingarinnar, Við­reisnar, Vinstri grænna og Pírata og var hún sam­þykkt með 12 at­kvæðum gegn 8 en um­ræður um hana hófust klukkan 14 og lauk laust undir klukkan 18. Þrír borgar­full­trúar sátu hjá.

Það fellur því í skaut um­hverfis- og skipu­lags­sviðs að klára breytingu á aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010 til 2030 með sam­göngu- og þróunarásum fyrir borgar­línu. Í öðru lagi að hefja skipu­lags­vinnu ramma­skipu­lags fyrir há­gæða­kerfi al­mennings­sam­gangna. 

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/tillaga-um-framgang-borgarlinu-samykkt