Þúsundir mótmæla

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Lundúnum í gær til að lýsa andstöði sinni við Brexit. Mótmælendurnir söfnuðust meðal annars saman fyrir framan Westminster sem er breska þinghúsið. David Lammy þingmaður breska Verkamannaflokksins sagði í viðtali við breska dagblaðið The Guardian:\"Það eru margir Bretar á móti Brexit og fólk er að skipta um skoðun.\"

Theresa May forsætisráðaherra Stóra-Bretlands áformar að tilkynni Evrópusambandinu (ESB) með formlegum hætti hinn 29.mars næstkomandi um útgöngu landsins úr ESB. Um níu mánuðir eru nú liðnir frá því tæp 52 prósent breskra kjósenda greiddu atkvæði með útgöngu úr ESB. 

Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50.grein Lissabon-sáttmála ESB. Þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Stóra-Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tímaáætlun mun landið ganga út úr ESB í mars árið 2019. Mótmælin í gær gefa til kynna að margir breskir kjósendur hafi skipt um skoðun og vilji ekki að landið fari úr ESB. Nú er gefið til kynna að Theresa May íhugi að rjúfa þing að að þingkosningar verði hinn 4.maí nk. En þetta eru getgátur. 

Nánar www.visir.is og www.mbl.is