Þrátt fyrir allt eru tækifæri

Niðurstaða nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum.

Þeir vænta veikingar krónunnar og álíta að launakostnaður hafi mest áhrif á verðbólgu og vænta þeir þess að næstu tólf mánuði verði verðbólga að jafnaði 2,4%.

Þeir eiga von á vaxtalækkun Seðlabanka Íslands.

Mikil breyting hefur orðið á mati stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði. Átta prósent þeirra telja að aðstæður batni en tæp þrjátíu prósnet að þær versni. Aðrir telja þær verða óbreyttar.

Nánar er sagt frá þessari könnun á vefnum www. sa.is

[email protected]