Þögn um gemsabann í skólum

Sveinbjörg Birna skrifar:

Þögn um gemsabann í skólum

Núna í mars lagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fram tillögu í  borgarstjórnar um að Reykjavíkurborg samþykkti bann við notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Hún sagði augljóst að foreldrar vildu frumkvæði í þessum málum frá skólayfirvöldum og að notkun síma truflaði á margan hátt kennslu og skólastarfið. Erfitt væri að banna barninu að fara með símann í skólann þegar skólafélagarnir væru með sinn síma. Að auki skapi þetta ágreining á milli kennara og nemenda.
 

Það er eins og kennarar lúti æ meira í lægra haldi fyrir persónufrelsinu svokallaða þegar kemur að því að stjórna inni í sinni skólastofu. Er það eitthvað Common Nonsense að samræma bann við notkun símanna í eitt skipti fyrir öll í skólum borgarinnar? Maður hefði einmitt haldið að það væri heilbrigði skynsemi að stíga það skref.

Sveinbjörg segir í grein sinni í Morgunblaðinu föstudaginn 16.mars að margir foreldrar segi við sig að þeir ráði ekki við að banna börnum sínum að taka símann í skólann þar sem aðrir krakkar eru með sína síma með sér. Frumkvæðið þurfi að vera frá skólunum sjálfum eða yfirvöldum einhvers konar.

Án þess ég viti nánar um reglur sem settar eru í þessum efnum nú þegar, var samt sorglegt að lesa í grein Sveinbjargar að hvorki borgarstjóri, formaður formaður skóla- og frístundaráðs né forseti borgarstjórnar tóku ekki til máls þegar tillagan var borin upp.

 „Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru þess vegna engu nær um afstöðu borgarstjóra og skólayfirvalda þegar kemur að símanotkun grunnskólabarna í Reykjavík“, skrifar Sveinbjörg.

Nýjast