Kosningar framundan á bretlandi?

Vaxandi orðrómur er nú á Bretlandi um að þingrof og kosningar verði í haust vegna BREXIT. 

Teresa May forsætisráðherra virðist ekki hafa nein tök á BREXIT- málinu og ekki er annað að sjá en að það sigli í strand.

Það er sífellt að koma betur í ljós að þjóðin gerði afdrifarík mistök þegar hún samþykkti úrsögn úr ESB í kosningum. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru farnar að blasa betur við. Úrsögn Breta truflar ESB ekki mikið. Sambandið leggur sig lítið fram um að leysa Bretana úr þeirri sjálfheldu sem þeir hafa komið sér í.

Breskir stjórnmálamenn leita nú leiða til að vinda ofan af BREXIT-klúðrinu.

Helst er talað um að stokka stöðuna upp með þingrofi og kosningum í haust.