„þetta eru kosningasvik“

Bjarnheiður Hallsdóttir, ferðamálafræðingur og eigandi Kötlu Travel, ferðaþjónustufyrirtækis segir í samtali við Lindu Blöndal í Ferðalaginu í kvöld að hún hafi fylgst grannt með málflutningi stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar og enginn hafi gefið hið minnst upp um það að hækka ætti virðisaukaskatt á greinina.  Hún svarar játandi, aðspurð um hvort hún vilji kalla þetta kosningasvik.  

Rætt er við Bjarnheiði , í Ferðalaginu í kvöld. Hún rekur ásamt Pétri Óskarssyni, rekstrarhagfræðingi ferðaþjónustufyrirtækið Katla Travel. Fyrirtækið er líka starfandi í Þýskalandi og þannig hefur Bjarnheiður margra ára reynslu af ólíkum mörkuðum í ferðaþjónustu. 

\"Óstöðugleikinn er allsráðandi hér\", segir hún aðspurð um muninn á rekstrarumhverfi hér og í Þýskalandi.