Þeir sem skulda opinber gjöld fá ekki endurgreiðslur

Fjölmiðlar sem skulda opinber gjöld fá ekki endurgreiðslur úr ríkissjóði, sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra í viðtali sem Þórður Snær Júlíusson átti við hana á miðvikudag í þættinum 21 á Hringbraut.

Í frétt Kjarnans segir:

Kvaðir verða settar á fjölmiðla sem munu geta sótt um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þeir verða t.d. að vera með opinber gjöld í skilum og gagnsætt eignarhald. Metið verður hvað RÚV þarf að kosta þegar þjónustusamningur þess verður endurskoðaður árið 2019.

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að það sé úti­lokað að þeir fjöl­miðlar sem séu til að mynda með opin­ber gjöld í van­skilum muni geta fengið end­ur­greiðslur frá rík­inu vegna rekstrar síns. Hún segir líka að verið sé að horfa á gagn­sæi í eign­ar­haldi í þeim efn­um. Þetta er meðal þess sem kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjórna Kjarn­ans, við Lilju í þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur var á mið­viku­dags­kvöld.

Lilja kynnti í síð­ustu viku til­lögur sem eiga að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Þær eru helst tvær, ann­ars vegar end­ur­greiðslur á hluta rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra sem vinna frétta­tengt efni, sem á að kosta 350 millj­ónir króna, og hins vegar að tak­marka umsvif RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þannig að tekjur þess drag­ist saman um 560 millj­ónir króna.

Í þætt­inum var hún spurð út í það hvort það muni fylgja því ein­hverjar kvaðir að fá umræddar end­ur­greiðsl­ur. Til dæmis um skýrt og gegn­sætt eign­ar­hald, bæði beint og óbeint vegna fjár­mögn­unar fjöl­miðla, liggi fyr­ir, að öll opin­ber gjöld séu í skil­um, að fyrir liggi ein­hver rekstr­ar­saga og lág­marks­fjöldi stöðu­gilda svo að hver sem er geti ekki stofnað miðil og byrjað að þiggja end­ur­greiðsl­ur.

Lilja sagði skýrt að svo yrði og nefndi sér­stak­lega þá sem skulda opin­ber gjöld. „Það er alveg úti­lokað í mínum huga að menn séu í þannig aðstöðu geti svo óskað eftir beinum fjár­hags­legum stuðn­ingi hjá hinu opin­bera. Eitt sem við erum að horfa á er að við­kom­andi séu í skilum með öll opin­ber gjöld. Við erum líka að horfa á gagn­sæi varð­andi eign­ar­hald sem mér finnst skipta mjög miklu máli hjá fjöl­miðl­u­m.“

Öll fréttin er hér  á Kjarnanum.