Þegar Páll rakst á þessa vísu rifjaðist upp hvað var sagt um hann á Klausturbar

Þegar Páll rakst á þessa vísu rifjaðist upp hvað var sagt um hann á Klausturbar

 Þingmenn Miðflokksins fóru ófögrum orðum um Pál Magnússon þingmann Sjálfstæðisflokksins á Klausturbar fyrr í vetur. Var Páll sagður hundlatur. Anna Kolbrún sagði að Páll væri letingi sem væri ekki með á nótunum í allsherjar og menntamálanefnd. Bergþór Ólason tók undir að Páll væri latur. Páll slær á létta strengi og tjáir sig á Facebook í kvöld og birtir þar vísu eftir Kristmann Guðmundsson. Páll segir:

„Þegar ég rakst á þessa vísu um daginn rifjaðist upp fyrir mér það sem sagt var um mig á Klaustursbarnum. Ekki að ég sé að kvarta neitt yfir því að hafa verið sagður latur í því ''samtali''; það var það langfallegasta sem var sagt um nokkurn mann á þeim bar!“ segir Páll og birtir vísuna:

Gegnum lífið létt án vanda
liðugt smó hann.
Nennti seinast ekki að anda
og þá dó hann.

Nýjast