Þátturinn um sigurplast sýndur á ný

Þáttur Atvinnulífsins um málefni þrotabús Sigurplasts verður endursýndur kl. 20.30 í kvöld en þátturinn hefur vakið mikla athygli.  Þar er fjallað um árangurslausar tilraunir skiptastjórans Gríms Sigurðassonar, hrl, í yfir 6 ár við að ná fjármunum til baka af fyrrum eigendum fyrirtækisins umfram fyrirtækið sjálft sem þeir misstu í hendur Arion banka vegna gengistryggðra lána sem síðar voru dæmd ólögmæt.  Skiptastjórinn varð að lúta í lægra haldi fyrir Héraðsdómi sem og Hæstarétti og þurfti m.a. á endanum að endurgreiða lögmanni fyrrum eigenda rúmar 6 milljónir kr. til baka í málskostnað eftir því sem fram kemur í skýrslu um Skiptalok sem gefin var út í júní 2016.  Af þeim 50 milljón krónum sem skiptastjóranum var úthlutað frá Arion Banka þáði skiptastjórinn sjálfur 25 millj. kr. í þóknun og keypti auk þess skýrslu af EY sem kölluð var Rannsókn á bókhaldi Sigurplasts fyrir 18 millj. kr. en sú skýrsla var einskis metin.  Margir hafa haft samband við Hringbraut og þáttastjórnandann Sigurð K. Kolbeinsson og lýst furðu sinni á þessu máli.