Þarf uppgjör á Búsáhaldabyltingunni?

Þjóðbraut í kvöld:

Þarf uppgjör á Búsáhaldabyltingunni?

 Búsáhaldabyltingin og mótmæli utan við heimili einstaklinga, stjórmálakvenna aðallega, og það vikum saman er mikið rætt núna og ýmislegt að koma fram sem ekki hefur áður verið upplýst um. Er rétt að spyrja núna hvort upppgjörinu við Hrunið sé hreint ekki lokið? 

Til þessa ræða þetta koma til Lindu Blöndal þau Erla Hynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata sem var blaðamaður á tíma hrunsins, Borgar Þór Einarsson, lögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar. 

 

Nýr samgönguráðherra mætir á Þjóðbraut, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Saga Guðmundar H. Garðarssonar er komin út en Guðmundur er einn af þeim frumkvöðlunum sem setti sitt mark á íslensk samfélag eftir seinna stríð og átti eftir að breyta íslensku samfélagi á sumum sviðum til frambúðar sér í lagi á vettvangi VR og lífeyrissjóðakerfisins en þó á mörgum vettvangi öðrum, innan og utanlands. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur skráði. Hann mætir í þáttinn. 

Nýjast