Þarf lagasetningu á botnlausa grægði?

„Síðan er bara orðin spurn­ing hvort að efstu lögin í sam­fé­lag­inu séu orðin það botn­laust gráðug að það þurfi að koma böndum á þetta með laga­setn­ing­u.“

Þetta segir Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands Íslands, í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut sem ­sýndur er klukkan 21 í kvöld. Þar ræðir hún, ásamt Þor­steini Víglunds­syni, vara­for­manni Við­reisnar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, kjara­mál, stétta­bar­áttu og áhrif fregna um ofur­laun á þá flóknu stöðu sem er uppi á vinnu­mark­aði. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að ofan.

Drífa segir að skot­graf­irnar í kringum ofur­launaum­ræð­una séu vel þekkt­ar. „Kjara­ráð kemur með ein­hver úrskurð, við verðum vit­laus, allir verða vit­laus­ir, við förum í fjöl­miðla. Svo koma ein­hverjir for­stjórar og fá ein­hverjar hækk­an­ir. Allt verður vit­laust. Við hótum því að fara í verk­föll. Þetta er ein­hver dans sem við þekkjum svo vel.“