„það er látið eins og þetta séu einhver samtök frímerkjasafnara.“

Katrín Jakobsdóttir var gestur í Silfrinu fyrr í dag og ræddi þar komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna en hann kemur til landsins á miðvikudag. Katrín verður erlendis á þeim tíma á ársfundi norrænu verkalýðshreyfingarinnar. Hefur verið gagnrýnt að hún hafi ákveðið að fara úr landi.

Þá sagði Katrín að hún væri ófeimin við að ræða við varaforsetann og kvaðst furða sig á umræðunni um að sumir teldu hinn merkilega fund norrænu verkalýðshreyfingarinnar ómerkilegan.

„Það að hlusta á hvernig um þetta er talað finnst mér eigin­lega alveg stór­merki­legt. Meira að segja fólk á öllu lit­rófi stjórn­málanna telur að þetta sé eins og að heim­sækja eitt­hvað lands­þing frí­merkja­safnara og þá spyr ég hvar þetta fólk sé statt í lifinu.“

Ekki er víst að Katrín nái að hitta Pence en unnið er að því að koma því í kring. Sagði Katrín að hún væri ósammála varaforsetanum í mörgum grundvallaratriðum.