„það er allt hneyksli, klúður og spilling“

Almannatenglarnir Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum og Friðjón Friðjónsson hjá KOM ræddu um uppgang og stöðu sósíalista á Íslandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Segja má að skotin hafi flogið og voru Andrés og Friðjón í ham. Telja þeir báðir að Gunnar Smári Egilsson sé ótrúverðugur sem leiðtogi sósíalista. „Mér finnst það ómarkvisst hjá honum,“ sagði Andrés um Gunnar Smára. Friðjón skaut inn: „Enda var hann kapítalisti fyrir örfáum árum.“

Varðandi hnignun hefðbundinna flokka og uppgang nýrra flokka segir Andrés: „Það er of seint að segja að fjórflokkurinn sé dauður, hann var spriklandi lifandi eftir síðustu kosningar og ef maður ætti að veðja þá myndi ég halda að Framsóknarflokkurinn verði enn til eftir 50-100 ár.“

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/08/skotin-flugu-bitinu-andres-og-fridjon-ham-gunnar-smari-og-piratar-fa-baukinn-thad-er-allt-hneyksli-kludur-og-spilling/