Tekjuhæstu íslendingarnir

Alls voru 137 Íslendingar með fjármagnstekjur yfir 100 milljónum króna á árinu 2016, 54 voru með yfir 200 milljónir króna í slíkar tekjur og 33 þénuðu yfir 300 milljónir króna á þann hátt. Alls voru fjármagnstekjur 22 einstaklinga yfir 400 milljónir króna á árinu 2016 og 16 voru með yfir hálfan milljarð króna í slíkar tekjur. 

Sex Íslendingar þénuðu meira en milljarð króna í fjármagnstekjur á árinu 2016, þrír yfir tvo milljarða króna og tveir voru með yfir þrjá milljarða króna í fjármagnstekjur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gagnrunni sem unnin er upp úr skattskrám landsmanna og er aðgengilegur á vefnum Tekjur.is. Vefurinn fer í loftið í dag, föstudag, og hægt er að komast inn á hann á heimasíðu Kjarnans.

Nánar á

https://kjarninn.is/skyring/2018-10-11-tekjuhaestu-islendingarnir-borga-ekki-endilega-haestu-skattana/