Taka ber mál víglundar til meðferðar

Landsréttur felldi í liðinni viku úr gildi úrskurð héraðsdóms sem hafði vísað máli Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi eiganda BM Vallár, og einkahlutafélagsins Lindarflatar, sem er í eigu Víglundar, á hendur Arion banka frá dómi. Héraðsdómi ber, samkvæmt úrskurði Landsréttar, að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Víglundur höfðaði mál á hendur Arion banka í maímánuði árið 2014 og krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda bankans vegna þess fjártjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir þegar bankinn kom, að sögn Víglundar, í veg fyrir fjárhagslega endurskipulagningu BM Vallár sem leiddi til þess að iðnaðarfyrirtækið fór í gjaldþrot.

Nánar á;

https://www.frettabladid.is/markadurinn/taka-ber-mal-viglundar-til-meferar