Tætir í sig tölfræðigögn fjármálaráðuneytisins

Í gær birti fjármála- og efnahagsráðuneytið töluleg gögn á heimasíðu sinni, þar sem fullyrt var um ýmsar staðreyndir er tengjast launum ljósmæðra. Þótti ráðuneytinu ástæða til að birta gögnin nú, í miðri kjaradeilu við ljósmæður vegna „fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga“ líkt og það var orðað.

Meðal þeirra upplýsinga sem ráðuneytið taldi mikilvægt að benda á, var að meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 hafi verið 848 þúsund krónur á mánuði og að meðaldagvinnulaun hafi verið 573 þúsund krónur á mánuði.

Þá var tekið fram að stöðugildum ljósmæðra hafi fjölgað um 33% milli 2007 og 2017, meðan fæðingum hafi fækkað um 8%. Þá var einnig tilgreint að ljósmæður hefðu fengið 16% hækkun umfram önnur félög BHM árið 2008 og hafi frá þeim tíma fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.

Segir gögn ráðuneytisins vera „fúsk“

Þessar upplýsingar ráðuneytisins hafa nú verið hraktar, að því leytinu til að gögnin séu afvegaleiðandi, misvísandi og beinlínis villandi.

Marínó G. Njálsson, sem var áður stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir að málflutningur ráðuneytisins sé:

„…aumkunarverð tilraun til að gefa í skyn að kröfur ljósmæðra séu frekja. Þær séu bara með góð laun. Því miður datt ráðuneytið kylliflatt á nefið. Ættu menn þar að vera fljótir að fela þessa skýrslu og afsaka sig í bak og fyrir yfir fúskinu.“

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/07/04/taetir-sig-tolfraedigogn-fjarmalaraduneytisins-um-launakjor-ljosmaedra-aumkunarverd-tilraun-til-ad-gefa-skyn-ad-krofur-ljosmaedra-seu-frekja/