Sveltur eldra fólk á íslandi?

Fyrir nokkrum árum komu fram vísbendingar um að hópar eldra fólks sýndu merki vannæringar. Þessi niðurstaða var staðfest í rannsóknum í fyrra og hitteðfyrra, - tveir þriðju þeirra sem koma inn á Landakostsspítala, eru vannærðir eða sýna sterk merki um slíka. Í þættinum Okkar fólk í kvöld kl. 20:30 ræðir Helgi Pétursson við þær Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands og Hörpu Njáls, félagsfræðing, sem lengi hefur rannsakað fátækt á Íslandi.                                                                            

  \"\"\"\"