Súrefni í kvöld: Umhverfisáhrif sæstrengs frá Íslandi og frumkvæði Hafnfirðings

Möguleg umhverfisáhrif sæstrengs frá Íslandi

Súrefni í kvöld: Umhverfisáhrif sæstrengs frá Íslandi og frumkvæði Hafnfirðings

Gunnella Hólmarsdóttir og Stefán Gíslason
Gunnella Hólmarsdóttir og Stefán Gíslason

Orkumarkaðir hafa breyst og tæknilegar framfarir orðið í lagningu sæstrengja. Slíkir strengir verða sífellt lengri og öflugri og eru í auknum mæli lagðir um dýpri og erfiðari hafsvæði, segir á heimasíðu Landsvirkjunnar. Stefán Gíslason framkvæmdastjóra Environice umhverfisráðgjafar, þarf vart þarf að kynna þeim sem hafa fylgst með umhverfismálum í gegnum árin. Stefán er annar höfunda samantektar sem gerð var árið 2013 um möguleg umhverfisáhrif vegna lagningu sæstrengs en áhrifin eru háð ótal óvissuþáttum, bæði þá og í dag. Landsvirkjun hefur í fjölda ára kynnt þennan möguleika.

Samantekt Environice  má lesa hér.

Sæstrengur til raforkuflutninga á milli Íslands og Bretlands er mikið ræddur þessa dagana útaf orkupökkunum þremur. En hvað með umhverfisáhrif af slíkum streng ef af verður?  Streng sem yrði sá lengsti í heimi.

Rætt er við Stefán í þættinum Súrefni, þætti um Umhverfismál í kvöld hjá Lindu Blöndal

Gunnella Hólmarsdóttir sem heldur úti reikningunum “Hreinsum Hafnarfjörð” á Instagram og Snapchat er líka í þættinum. Linda hittir hana á Pallett umhverfisvænu kaffihúsi í Hafnarfirði.

Nýjast