Sumarhátíðir: Fyrri hluti

Snædís Snorradóttir skrifar..

Sumarhátíðir: Fyrri hluti

Ef þú ert í einhverjum vandræðum með hvað þú og fjölskyldan eigið að gera í sumar þá skal ég benda þér á að það er úr nægu að velja. 

Helgarnar eru þétt skipaðar af gríðarlega skemmtilegum bæjarhátíðum víðs vegar um landið og um að gera að gera sér ferð og upplifa menninguna í sveitafélögum og þorpum Íslands, drekka í sig náttúruna og syngja nokkur vel valin spangólínu lög. 

Þriðju helgina í júní eða næstkomandi helgi er auðvitað mjög mikið húllumhæ í kringum 17.júní í flestum bæjarfélögum lnadsins. Reykjavík skilar auðvitað sinni skemmtun með skrúðgöngum, hoppukastala og dúndrandi dagskrá á sviðum miðbæjarins. Á Akureyri verða bíladagar að vanda þar sem bílaáhugamenn og konur sækja sína skemmtun.

Fjórða helgin í júní 

Lummudagar í skagafirði er mikil og skemmtileg fjölskylduhátíð.

Skógardagurinn mikli fyrir austan, nánar tiltekið í Hallormstaðarskógi er sérstaklega áhugaverð hátíð en keppt er meðal annars í trjáhöggvi og skógarhlaupi. 

Fimmta Helgin/fyrsta helgin í júlí í júní eða 29.júní - 1.júlí

Brákarhátíð í Borgarnesi, stollt bæjarbúa ! dagskrá frá fimmtudegi til föstudags og öllu til tjaldað.

Humarhátíð á höfn Hver elskar ekki humar og kassabílarallý !?

Hamingjudagar í hólmavík eru svo sannarlega hamingjusamir. Rjómatertukast, brenna og sundlaugarpartý. Gerist ekki betra.

Dýrafjarðardagar á Þingeyri munu engan svíkja enda dagskráin farin að taka á sig mynd og ekki af verri endanum Jói P og Króli. Sirkus Íslands. Villi Vísindamaður.

Önnur Helgi Júlí 

Írskir dagar á Akranesi - Hér er sko dansað og hlegið ! Írskir dagar eru jólin fyrir skagamenn og er bærinn skreyttur bak og fyrir til að fagna írskum uppruna skagfirðinga. Götugrill, brenna og baukur. 

Goslokahátíð Vestmannaeyja 

Þriðja helgin í júlí 20-22 júlí

Húnavaka á Blönduós - frábær fjölskylduskemmtun þar sem ýmislegt frumlegt er á dagskrá til að mynda prjónaganga, kvöldvaka, froðurennibraut og auðvitað mikið af stórgóðum tónlistaratriðum.

Miðaldadagar á Gásum, Hörgárósa í Eyjafirði - Miðaldirnar heiðraðar með aldagömlum dagskrárliðum, eins og leirgerð og útskurður. Þarna er fólk í víkingabúningum og drekka úr hornum. Mjög áhugavert. 

Fjórða helgin í júlí

Lunga á Seyðisfirði er orðin mjög eftirsótt tónlistarhátíð sem er nánast í heila viku eða frá 15-22 júlí. 

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi er áætluð þessa helgi en þar fer fram dorgveiði, dansleikur, varðeldur og hæfileikakeppni. 

Fimmta helgin í júlí

Bræðslan á Borgarfirði Eystri - þvílík tónlistarveisla - Agent fresco, Stjórnin, Emmsjé Gauti og Daði Freyr ásamt fleirum munu fylla fjörðinn af fögrum tónum.

Mærudagar á Húsavík eru sérstaklega eftirsóttir dagar enda mikil og fjölbreytt dagskrá fyrir stóra sem smáa en vert er að taka fram að dagarnir eru einkar barnvænir. 

Fleiri hátíðir sem vert er að nefna þessa helgina eru Trilludagar á Siglufirði, unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi, tónlistrhátíðin Reykholtshátíð og Á góðri stund á Grundarfirði.

VERSLUNARMANNAHELGIN 

Innipúkinn í Reykjavík, tónlistarveisla þar sem tónlistin hljómar nánast allan sólarhringinn. 

Mýrarbolti á Ísafirði - "Drullumall á daginn, stanslaust stuð á kvöldin".

Þjóðhátíð í Eyjum þarf vart að kynna enda stæðsta útihátíð helgarinnar. Dalurinn, lopapeysan og lífið er yndislegt. 

Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem íþróttirnar eru í forustu. Keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum. 

Sæludagar í Vatnaskógi, vímuefnalaus fjölskylduskemmtun og segja má að dagskráin á þessari hátíð sé pökkuð frá morgni til kvölds.

Ein með öllu á Akureyri er stórkostleg hátíð þar sem öllu er til tjaldað. Hér er áhersla lögð á jaðaríþrótta keppnir, tónlist, útivist og barnaskemmtanir. 

 

 

Vá ! Nú eru eflaust margir með valkvíða því úrvalið er stórkostlegt af bæjarhátíðum. Ég mæli bara með því að ef ekki er til tjald á heimilinu að fjárfesta í einu slíku eða fá lánað. Sólin hefur kannski ekki verið sérstaklega iðin við að mæta núna fyrripart sumars en þegar hún kemur loks, þá er hún komin til að vera ! 

**Snædís**

Nýjast