„sum svör vilja menn bara ekki heyra“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, óskaði í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi eft­ir skýr­um svör­um iðnaðarráðherra um hver afstaða hans væri til svo­nefnds þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og inn­leiðing­ar hans.

Sagði hann kunn­an norsk­an laga­pró­fess­or hafa sagt að með inn­leiðingu orkupakk­ans væri Ísland að af­sala sér full­veldi að vissu leyti. Þá hefðu ís­lensk­ir garðyrkju­bænd­ur mót­mælt inn­leiðingu pakk­ans.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir iðnaðarráðherra sagðist hafa hlustað á áhyggj­ur manna og reynt að svara þeim. „Sum svör vilja menn bara ekki heyra,“ sagði hún og bætti við að talað væri niður til þeirra sem mest vissu um málið.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/08/sum_svor_vilja_menn_bara_ekki_heyra/