Enn á huldu hver gerði styttuna

Margir velta nú vöngum yfir því hver sé höfundur verks sem er staðsett á lítt sýnilegum stað á Mánagötu í Norðurmýrinni. Listakonan Guðrún Erla Geirsdóttir, oft nefnd Gerla skrifar:  Veit einhver ykkar fb-vina minna eftir hvern þetta verk er og hvenær það var gert? Það er á Mánagötunni - þar sem var vistheimili barna. Hún bendir á að verkið sé að grotna niður.

Listamenn eins og Harpa Björnsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson leggja orð í belg. Helgi segist kannast við verkið en ekki vita neitt um höfundinn. Harpa segist farin á stúfanna innan Safnasafnsins til að finna upprunann. Óþekkti höfundurinn er því enn í jafn miklum felum og styttan virðist vera í við Mánagötuna.

Síðla miðvikudags 16.janúar er ekki enn komið í ljós hver gerði styttuna.