2.000 ma.kr. fjárfestar

Breski vog­un­ar­sjóður­inn Lans­dow­ne Part­nes sem stýrir næstum 2.000 ma.kr. hef­ur næst­um tvö­faldað hlut sinn í Fjar­skipt­um, móður­fé­lagi Voda­fo­ne, frá því í októ­ber og á nú 11,16% í fé­lag­inu.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem ber að senda út þegar eign­ar­hlut­ur í skráðu hluta­fé­lagi fer yfir 10% þrösk­uld­inn á Lans­dow­ne 33.094 hluti eft­ir viðskipt­in sem áttu sér stað í gær. Markaðsvirði Fjar­skipta í Kaup­höll­inni stend­ur í tæp­um 19,1 millj­arði króna og nem­ur því hlut­ur Lans­dow­ne 2,1 millj­arði. 

Gögn um stærstu hlut­hafa skráðra hluta­fé­laga í Kaup­höll­inni frá því í janú­ar sýna að Lans­dow­ne eigi rúm 8% í N1, 5,1% í Trygg­inga­miðstöðinni, 6,9% í Vá­trygg­inga­fé­lagi Íslands og 2,9% í Sím­an­um. Þá var hlut­ur Lans­dow­ne í Fjar­skipt­um skráður 9,4%. 

Greint var frá því í októ­ber síðastliðnum að Lans­dow­ne hefði keypt 6,05% hlut í Fjar­skipt­um og hef­ur vog­un­ar­sjóður­inn því næst­um tvö­faldað hlut sinn síðan þá.