Stuðningur við ríkisstjórnina kominn niður í 41%

Ný MMR könnun:

Stuðningur við ríkisstjórnina kominn niður í 41%

MMR birti í dag nýja skoðanakönnun þar sem fylgi við ríkisstjórnina mælist 41.1% og hefur minnkað frá síðustu könnun. Sjálfsæðisflokkur og Samfylking eru með svipað fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn með 21.3% en Samfylking með 19.8% og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum frá síðustu könnun.

 Sjálfstæðisflokkurinn var með 25.2% í kosningunum 2017 og hefur tapað um fjórum prósentustigum en Samfylking hlaut 12.1% fylgi í kosningunum og hefur því bætt við sig 7.7 prósentustigum.

 Píratar eru nú þriðji stærsti flokkurinn með 13.2% en fengu 9.2% í kosningunum. Vinstri græn fengju 11.1% nú en höfðu 16.9% í kosningunum og hafa tapað þriðjungi fylgis frá kosningum.

 Viðreisn bætir við sig frá kosningum og fengi nú 7.9%, Miðflokkur stendur í stað en Framsókn og Flokkur fólksins tapa nokkru frá kosningunum í október 2017.

 Ef úrslit kosninga nú yrðu í samræmi við niðurstöður könnunar MMR gætu þingsæti dreifst svona:  Sjálfstæðisflokkur 14, Samfylging 13, Píratar 8, VG 7, Miðflokkur 7, Framsókn 6, Viðreisn 5 og Flokkur fólksins 3. Núverandi ríkisstjórnarflokkar fengju þá 27 þingsæti en stjórnarandstaðan 36 þingmenn. Samkvæmt þessu væri rikisstjórnin fallin.

Nýjast