Strikum yfir stóru orðin

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnir Skota á að aðeins sjálfstæðar þjóðir geta sótt um aðilild að EFTA. Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) standa því Skotlandi ekki opin. Líkast til hefur ráðherrann ekki áttað sig á því að aldrei skal maður segja sjálfsagða hluti. Þeir segja sig sjálfir. Guðlaugur Þór mun hafa sagt þetta: \"Framtíðarstefna Skotlands er málefni sem er rætt í Westminster og Edinborg og vel ég að ræða ekki um eitthvað sem kann að gerast.\"

Ísland styður sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Nægir að minnast á þátt Íslands í sjálfstæðisbaráttu þriggja Eystrasaltsríkja. Guðlaugur Þór minnti nýverið á mikilvægi þess að skiptast á skoðnum. Einkum á tímum óstöðugleika og óvissu. Tilefni þessara ummæla hans var málþing um þróun alþjóðamála við Eystrasaltið. Nú hefur utanríkisráðherra Íslands látið orð falla um viðkvæmt breskt innanríkismál. Orð sem hann veit að verða ekki aftur tekin.    

Nánar www.news.sky.com og www.telegraph.co.uk