Strákarnir okkar hefja leik í dag

Strákarnir okkar hefja leik í dag

Foto Olimpik / Adam Jastrze­bowski
Foto Olimpik / Adam Jastrze­bowski

Íslenska karlalandsliðið hefur leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag, þar sem það  mætir Króötum í B riðli. HM fer að þessu sinni fram í Þýskalandi og Danmörku. Allir leikir íslenska landsliðsins í riðlinum munu fara fram í Olympiahalle í München.

Ísland er í riðli með áðurnefndri Króatíu, Evrópumeisturum Spánar, Makedóníu, Barein og Japan og fara þrjú lið beint áfram í milliriðil.

Bestum árangri á HM hefur íslenska landsliðið náð 5. sæti árið 1999 í Egyptalandi.

Hópur landsliðsins er ungur, með 24,5 ára meðalaldur og Björgvin Pál Gústavsson markvörð, 33 ára, sem elsta mann. Yngstur er Haukur Þrastarson leikstjórnandi, aðeins 17 ára, og verður hann utan hóps í dag.

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði og vinstri hornamaður og Aron Rafn Eðvarðsson markvörður eru meiddir og geta ekki tekið þátt á mótinu. Aron Pálmarsson verður fyrirliði á mótinu í stað Guðjóns Vals.

Leikurinn við Króata hefst klukkan 17:00 og er sýndur á RÚV.

Nýjast