Strákarnir okkar!

Það ætti ekki að hafa farið framhjá landanum að íslenska landsliðið í fótbolta er á Heimsmeistaramótinu í Moskvu. Þátttakan ein og sér er mikill sigur fyrir litla Ísland og segja má að íslendingar séu svo sannarlega að styðja við bakið á strákunum. Sjaldan hefur maður séð aðrar eins skreytingar þar sem íslenski fáninn er sjáanlegur á hverju horni. Það er gott að sjá fyrirtæki sem og einstaklinga taka sig til og standa saman. Bankar, pósthús og fjölmörg fyrirtæki hreinlega loka starfsemi sinni til þess að hleypa starfsfólki úr húsi til að horfa á leikina með sínu fólki. Samstaðan er ótrúleg !

Ekki nóg með stoltið sem fyllir vitund manns af þessum árangri strákanna heldur er er maður líka svo stoltur af eldmóði áhorfandans af öllum toga. Fjölskyldur og vinir bókstaflega hrúa sér saman með andlitsmálningu og í treyjum til þess að njóta augnabliksins saman, ungabörnum troðið í landsliðs-samfellur og langamman staðsett næst sjónvarpinu skreytt fánum og borðum. Að ógleymdum öllum fjöldanum sem tygjaði sig upp í næstu flugvél og hélt til Rússlands til að hvetja strákana áfram á leikvangnum. Maður kveikir vart á útvarpinu án þess að heyra viðtal við íslending í Moskvu þar sem stemningin er óneitanlega engu lík.

\"\" 

Ísland mætir Króatíu í dag kl 18:00 þar sem úr rætist hvort Strákarnir okkar fari áfram í 16 liða úrslit.

Hvort sem þeir komist áfram eða ekki þá er þetta sögulegt atvik hjá okkur - stórasta landi í heimi - að keppa á Heimsmeistaramóti í fótbolta. Við vonum auðvitað það besta og öskrum okkur raddlaus sama hvað ! ÁFRAM ÍSLAAAND !

 Ó hvað þetta er gaman !

 

\"\"