Stormur björgvins kominn á netið

Stormurinn - reynslusaga ráðherra er komin út á netinu, vegna fjölda áskorana að sögn höfundar og útgefanda, en þessi sláandi frásögn úr miðju stormsins fyrir áratug hefur verið ófáanleg lengi vel.

Fyrir 8 árum gaf Nýtt land út bókina Stormurinn - reynslusaga ráðherra, eftir Björgvin G. Sigurðsson. Bókin fjallar um aðdraganda efnahagshrunsins 2008, og eftirmál þess út frá mínu sjónarhorni sem viðskiptaráðherra og alþingismaður. Þar sem bókin er nú að verða fágæt á prenti en oft eftir henni leitað, til höfundar og útgefanda, var ákveðið að setja hana á opna vefsíðu þar sem bókina er að finna í heild sinni. 

\"Mikilvægt er að allar helstu heimildir um þessa einstöku atburði séu aðgengilegir í framtíðinni. Því var ákveðið að fara þá leið að setja bókina upp á opinni vefsíðu, henni einni helgaðri,\" segir Björgvin um framtakið sem hefur mælst vel fyrir enda fágætt að bækur séu settar upp á sérstakt vefsvæði öllum opið.

Slóðin er www.stormurinn.is

Á baksíðu bókarinnar segir: „Nokkrum mínútum eftir að ríkisstjórnarfundurinn hófst var forsætisráðherra kallaður fram. Til baka kom hann fölur yfirlitum og augljóslega mjög sleginn. Á fundinn hafði án fyrirvara ilkynnt komu sína óboðinn gestur.\"

Björgvin G. Sigurðsson varð ungur viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Nokkrum mánuðum síðar brast á mesta fárviðri efnahags og stjórnmála sem um getur í Íslandssögunni. Hver hefur sína sögu að segja af þessum umbrotatímum. Þetta er saga Björgvins.