Stórfelld svikamylla afhjúpuð

Nokkrir af stærstu bönkum heims eru viðriðnir einu stærsta fjár- og skattsvika­máli sög­unn­ar. Svikin hafa kostað rík­is­sjóði í minnst ell­efu Evr­ópu­lönd­um, þar á meðal almenn­ing, þús­und millj­arða króna. Nýttar voru ýmsar gloppur í skatta­lögum og lögum um afgreiðslu til að svíkja millj­arða undan skatti.

Átján evr­ópskir fjöl­miðl­ar, anmarks Radio (DR), Politi­ken, Le Monde, Reuters, Die Zeit og þýska rík­is­sjón­varpið ARDH hafa undir verk­stjórn þýsku rann­sókn­ar­frétta­stof­unnar Cor­rectiv rann­sakað gíf­ur­legt gagna­magn um málið síð­ustu mán­uði. Frá þessu er greint á Rúv í dag. 

Á ríf­lega 180.000 blað­síðum sem fjöl­miðl­arnir hafa undir höndum koma nöfn og merki banka á borð við Morgan Stan­ley, BNP Pari­bas, Deutsche Bank, J.P.Morgan, Credit Suis­se, Commerz­bank, Barclays og Bank of Amer­ica fyr­ir, aftur og aft­ur, segir í frétt DR. Í gögnum kemur fram hvernig nýttar hafa verið með glæp­sam­legum hætti ýmsar gloppur og smugur í skatta­lögum og lögum um hluta­bréfa­við­skipti og upp­gjör og afgreiðslur hluta­fé­laga

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-10-19-storfelld-svikamylla-afhjupud/