Stjórn­ar­formaður audi hand­tek­inn

 Rupert Stadler, stjórn­ar­formaður þýska bílaframleiðanda Audi, hef­ur verið hand­tek­inn vegna rann­sóknar á nýju út­blást­urs­hneyksli í Þýskalandi. Mbl.is segir frá. Móður­fé­lag Audi er Wolkswagen sem varð uppvíst að meiriháttar svikum fyrir þremur árum með búnað sem blekkti um losun útblástur CO2 frá mörg þúsund dísilbílum. 

Með hand­tök­unni er reynt að koma í veg fyr­ir þann mögu­leika að Stadler eyðilegði gögn sem gætu reynst mik­il­væg við rann­sókn­ina, segir í fréttinni.
Hluta­bréf í Volkswagen lækkuðu um 1,5 prósent  í kaup­höll­inni í Frankfurt um leið og hún opnaði.

Bílaris­inn Daimler hefur þá samkvæmt skipun þýskra yfirvalda að innkalla 774.000 bíla í Evr­ópu. Mbl.is segir frá þessu og að í bílunum muni vera að finna búnað sem blekkir mæli­tæki vegna út­blást­urs frá vél­um bíl­anna. Enn fremur segir að hug­búnaðinn muni hafa verið þróaður með það í huga að fela los­un skaðlegra efna- og efna­sam­banda svo prófun á skoðunarstöðum geti ekki numið losunins. 

Um þriðjungur eru Mercedes Benz bílar.

Sama var uppi á teningnum árið 2015 þegar kom í ljós að Volkswagen hafði sett slíkan búnað til að blekka í 11 milljón dísilbíla.