Stefnumót atvinnulífsins 2017

Árlegt stefnumót atvinnulífsins í Evrópu - European Business Summit - hefst í dag í Brussel í Belgíu. Stefnumótið stendur í tvo daga. Yfir 150 oddvitar atvinnuífsins í Evrópu og stjórnmálamenn flytja erindi um brýn hagsmunamál atvinnuvega álfunar og ástand og horfur í efnahagsmálum og vinnumarkaðsmálum.

Eins og á fyrri stefnumótum verða skoðanaskipti og umræður um samkeppnishæfni Evrópu í forgrunni. Þjóðarleiðtogar og stjórnendur stórfyrirtækja og frumkvöðlar ásamt helstu forsvarsmönnum Evrópusambandsins ræða um áskoranir og tækifæri í evrópsku atvinnulífi. Evrópusamtök atvinnulífsins BUSINESSEUROPE standa fyrir stefnumótinu.   

rtá

Nánar www.ebsummit.eu