Stefán ólafsson til eflingar

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá stéttarfélaginu Eflingu.

Hjá Eflingu mun Stefán leiða rannsóknar-og greiningarvinnu auk þess sem hann verður Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og stjórn Eflingar til ráðgjafar um stefnumótun í kjaramálum. Hann verður í hálfu starfi meðfram því sem hann stundar áfram rannsóknir og kennslu.

Stefán á að baki afkastamikinn feril sem fræðimaður og er höfundur rita um lífskjör og velferð á Íslandi. Hann lauk doktorsprófi í félagsfræði árið 1982 frá Oxford háskóla og hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands síðan 1979.

Nánar á visir.is