Stefán friðbjarnarson er látinn

\"\"Stefán Friðbjarnarson fæddist á Siglufirði 16. júlí 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans 2. maí 2019. Foreldrar hans voru hjónin Friðbjörn Níelsson frá Hallandi í Eyjafirði, skósmiður, kaupmaður og bæjargjaldkeri, og Sigríður Stefánsdóttir frá Móskógum í Fljótum, húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá.

Stefán ólst upp á Siglufirði og sat í bæjarstjórn á Siglufirði 1958-74, var bæjarritari 1962-66 og bæjarstjóri 1966-74.

Stefán réðst til Morgunblaðsins þegar hann flutti til Reykjavíkur 1974 og starfaði þar sem blaðamaður til 1998. Hann var lengi umsjónarmaður þingfrétta en sinnti einnig stjórnmálaskrifum. Hann hafði verið fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði frá 1950-74.

Stefán sat í bæjarráði Siglufjarðar og ýmsum nefndum á vegum bæjarfélagsins, í stjórn

Stefán var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1996.

Útför Stefáns verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi ídag, 20. maí 2019, klukkan 13