Starfsréttindin ekki sjálfsögð

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir á Þjóðbraut í kvöld að hann telji framkvæmd stjórnsýslunnar um uppreist æru þurfa að breytast. Aðallega þurfi að skoða hvort menn fái sjálfkrafa starfsréttindi aftur.

Von er á tillögum frá Sigríði Andersen dómsmálaráherra um breytingu á meðferð umsókna um uppreist æru þeirra sem sækja um uppreist æru. Tillögurnar eru væntanlegar á næstunni. 

Brynjar og Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG og nefndarmaður ræddu mál Róberts Downey sem kom inn á borð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og málsmeðferðir fyrrum sakamanna sem sækja um uppreist æru.