Springur ríkisstjórnin vegna laxeldismála?

Í yfirlýsingu frá Náttúruverndasamtökunum segir m.a. ,,Úrsk­urðar­nefnd­in er stofnuð með lög­um og er óháð og sjálf­stæð í störf­um sín­um á sama hátt og dóm­stóll. 

Ráðherr­ar hafa því ekki heim­ild til að breyta úr­sk­urðum nefnd­ar­inn­ar, held­ur njóta deiluaðilar skv. 60. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar rétt­ar til að bera úr­sk­urðina und­ir dóm­stóla. Því hafa norsku lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in lýst yfir að þau muni gera og að þau muni fara fram á flýtimeðferð. 

Lög­um sam­kvæmt frest­ar máls­höfðun ekki réttaráhrif­um úr­sk­urðanna og ráðherr­ar hafa þar ekk­ert íhlut­un­ar­vald. Öll slík íhlut­un bryti gegn þrískipt­ingu rík­is­valds­ins skv. 2. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Ef ráðherra gerði að engu úr­lausn nefnd­ar­inn­ar má ætla að hann stigi inn á svið dóm­stóla og gengi þannig á svig við ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.”

Nánar á

https://frettatiminn.is/2018/10/08/springur-rikisstjornin-vegna-laxeldismala-a-vestfjordum/