Spænskur banki fjármagnar kaup fyrir íslendinga

Atvinnulífið hefur göngu sína á ný í kvöld eftir talsvert hlé og verður á dagskrá Hringbrautar af og til á mánudögum í vetur.

Í þætti kvöldsins kynnir þáttastjórnandinn Sigurður K. Kolbeinsson sér fasteignakaup á Spáni, nánar tiltekið á Torrevieja svæðinu og heimsækir fyrirtækið Spánarheimili sem hefur haslað sér völl á þessu sviði á undanförnum 10 árum. 

Rætt verður við Bjarna Sigurðsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins og einnig útibússtjóra hjá Sabodel Solbank sem sérhæfir sig í fjármögnun fasteignakaupa fyrir Íslendinga en slíkt færist æ í vöxt.  Kjörin eru á allt öðrum grunni en þekkjast hér á Íslandi og nánast hverjum sem er fært.  Margt fleira verður til umfjöllunar í þessum þætti sem er sá fyrri af tveimur.  Síðari þátturinn verður á dagskrá Hringbrautar 25. febrúar kl. 20.30.